Enski boltinn

Sarri: Morata er í mínum plönum

Dagur Lárusson skrifar
Morata í baráttunni.
Morata í baráttunni. vísir/getty
Maurizio Sarri, nýráðinn stjóri Chelsea, segir að Alvaro Morata sé í plönum hans fyrir komandi tímabil og hann eigi því klárlega framtíð hjá félaginu.

 

Mikið hefur verið rætt um framtíð Morata hjá Chelsea í sumar en mikið af stuðningsmönnum liðsins voru allt annað en sáttir með spilamennsku Spánverjans á seinni hluta tímabilsins en þá skoraði hann ekki mikið.

 

„Ég er ennþá að bíða eftir því besta frá Morata,“ sagði Sarri.

 

„Ég fyrsta leiknum okkar, gegn Perth Glory, þá spilaði hann alls ekki vel. En gegn Inter, sérstaklega fyrstu 30 mínúturnar, þá spilaði hann mikið betur.“

 

„Ég hef mikla trúa á honum og hlakka til að sjá hvað hann hefur upp á að bjóða í framtíðinni.“

 

Sarri var einnig ánægður með spilamennsku Jorginho gegn Inter í gærkvöldi.

 

„Fyrir Jorginho þá var þetta hans venjulega frammistaða, hann stendur sig alltaf vel. Hann er með frábæra tækni en hann er einnig mjög fljótur að taka réttar ákvarðanir.“

 


Tengdar fréttir

Sarri vann fyrsta leikinn sem stjóri Chelsea

Chelsea vann Perth Glory með einu marki gegn engu í fyrsta æfingaleik sínum á undirbúningstímabilinu. Pedro skoraði eina mark leiksins á fimmtu mínútu.

Chelsea hafði betur gegn Inter

Chelsea hafði betur gegn Inter Milan í æfingaleik liðanna í Bandaríkjunum en leikurinn endaði með vítaspyrnukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×