Fótbolti

Hjörvar: Ísland fer á EM 2020 en það verður erfitt að komast á næsta HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Eitt af því sem Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sports, og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, þrösuðu um í Dynamo Þras í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi var hvort að Ísland verði með á næsta heimsmeistaramóti sem fram fer í Katar eftir fjögur ár.

„Gylfi verður 32 ára að verða 33 ára á þeim tíma. Það verða bara 32 lið í Katar en ekki 48 eins og á HM 2026 sem verður eitthvað algjört fíaskó,“ segir Hjörvar.

„Heimir Hallgrímsson er ekki enn þá búinn að tilkynna hvort að hann verði áfram til framtíðar. Það skiptir ansi miklu máli og svo þurfum við að fylla í skörðin hjá þessum miðvörðum okkar sem að virðast vera að kveðja. Það þarf alvöru nagla til að leysa þá af ef við ætlum aftur á HM,“ segir Jóhannes Karl, en er þetta hægt?

„Það verður kominn svolítill aldur á liðið 2022. Ég er sannfærður um að við förum á EM 2020. Heimir verður áfram og fer með okkur á það mót og svo tekur hann við Celtic í kjölfarið. Það verður mjög erfitt að komast á HM 2022 en á HM 2026 verða 48 lið,“ segir Hjörvar Hafliðason.

Allt Þrasið má sjá hér að ofan en einnig var þrasað um hvað Ísland lærði á HM og hvort hægt sé að vinna mótið með framherja sem að skorar ekki.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.