Enski boltinn

Salah gerir langtímasamning við Liverpool

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mohamed Salah er ekki að fara neitt á næstunni
Mohamed Salah er ekki að fara neitt á næstunni vísir/getty
Markamaskínan Mohamed Salah hefur gert nýjan fimm ára samning við Liverpool en um þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í morgun.

Er litli Egyptinn þar með verðlaunaður fyrir frábæra frammistöðu á sínu fyrsta ári hjá félaginu en hann skoraði 44 mörk í 52 leikjum á síðustu leiktíð og var í kjölfarið orðaður við lið á borð við Real Madrid.

Nú er ljóst að framtíð hans er á Anfield en talið er að nýr samningur komi honum í hóp með Roberto Firmino og Virgil van Dijk sem launahæstu leikmenn félagsins.

Salah gekk til liðs við Liverpool frá Roma síðasta sumar fyrir 37 milljónir punda og sló algjörlega í gegn á síðustu leiktíð. Hann var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og valinn leikmaður tímabilsins af fjölmörgum.


Tengdar fréttir

Blaðamenn völdu Salah bestan

Egyptinn Mohamed Salah heldur áfram að raða inn verðlaunum en hann var útnefndur leikmaður ársins af blaðamönnum á Englandi. Hann hafði þar betur gegn Belganum Kevin de Bruyne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×