Erlent

Að minnsta 54 látist vegna hitabylgjunnar í Quebec

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Yfirvöld hafa hvatt íbúa til að drekka mikið vatn og leita í skugga, eins og þessi maður hefur gert, vegna hitans.
Yfirvöld hafa hvatt íbúa til að drekka mikið vatn og leita í skugga, eins og þessi maður hefur gert, vegna hitans. vísir/ap
Að minnsta kosti 54 hafa látið lífið vegna hitabylgjunnar sem gengið hefur yfir suðurhluta Quebec-fylkis í Kanada síðustu vikuna. Hitinn fer nú lækkandi en hann hefur farið upp í allt að 35 gráður undanfarna daga. Þá hefur rakastig einnig verið hátt.

Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Quebec hafa flestir látið lífið í borginni Montreal, eða alls 28 manns.

Margir hinna látnu voru eldri en 65 ára, glímdu við sjúkdóma og voru því í meiri hættu en aðrir vegna hitans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×