Erlent

Ungabarn lifði af eitt í skógi í níu klukkutíma

Bergþór Másson skrifar
Fingur ungabarnsins sem var einsamalt í skóginum, með mold undir nöglunum. Myndin var tekin á spítalanum eftir að barninu var bjargað.
Fingur ungabarnsins sem var einsamalt í skóginum, með mold undir nöglunum. Myndin var tekin á spítalanum eftir að barninu var bjargað. Vísir/AP
Fimm mánaða gamalt ungabarn lifði af níu klukkustundir einsamalt inni í skóg í Montana, Bandaríkjunum. Barnið lá undir hrúgu af mold og trjágreinum í blautum skítugum fötum í níu gráðu hita þegar það fannst aðfaranótt sunnudags.

Lögregla Missoulaborgar í Montana ríki var kölluð til vegna manns sem sem gekk um náttúrulaugasvæði í nágrenni skógarins og hótaði fólki.

Þegar lögregla handtók manninn gaf hann það í skyn að það væri ungabarn einhverstaðar einsamalt inni í skóginum.

Lögregla setti snögglega saman leitarhóp og fannst barnið síðan sex klukkustundum síðar inni í skóginum, með smávægileg meiðsli, en þó heilt á húfi.

Ekki er vitað hvernig barnið endaði eitt inni í skóginum.

Samband handtekna mannsins við barnið er enn óljóst.

Fréttastofa AP greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×