Erlent

Forsætisráðherrann eignaðist stúlku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jacinda Ardern ásamt eiginmanni sínum Clarke Gayford.
Jacinda Ardern ásamt eiginmanni sínum Clarke Gayford. Instagram
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, eignaðist í morgun sitt fyrsta barn. Hún er því annar þjóðarleiðtoginn í sögu nútímastjórnmála sem eignast barn í embætti.

Hin 37 ára gamla Ardern lagðist inn á fæðingardeild í gærkvöldi, fjórum sólarhringum eftir settan dag. Hún tilkynnti svo á samfélagsmiðlum að heilbrigt stúlkubarn hafi komið í heiminn í morgun.

Nú tekur við sex vikna barneignarleyfi hjá forsætisráðherranum og mun varaforsætisráðherra landsins fylla í hennar skarð á meðan. Ardern hefur þó gefið það út að hún muni lesa öll mikilvæg skjöl sem lögð eru fyrir ríkisstjórnina svo að hún geti mætt galvösk aftur til vinnu að sex viknum liðnum.

Ardern segist gríðarlega þakklát öllu heilbrigðisstarfsfólkinu sem aðstoðaði hana, sem og öllum þeim þúsundum sem hafa sent henni heillaóskir á síðustu vikum.

Hér að neðan má sjá færslu Ardern í morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×