Erlent

Forsætisráðherrafrú Ísraels ákærð vegna sælkeramáltíða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sara Netanyahu hefur verið forsætisráðherrafrú Ísraels árum saman.
Sara Netanyahu hefur verið forsætisráðherrafrú Ísraels árum saman. Vísir/Getty
Sara Netanyahu, forsætisráðherra frú Ísraels og eiginkona Benjamin Netanyahu, hefur verið ákærð fyrir fjármálamisferli í tengslum við matarpantanir til ráðherrabústaðar forsætisráðherrans. Haaretz greinir frá.

Var hún ákærð ásamt Ezra Saidoff, fyrrverandi aðstoðarskrifstofustjóra hjá embætti forsætisráðherra vegna málsins.

Í ákærunni er Netanyahu gefið að sök að hafa fyrirskipað starfsfólki ráðherrabústaðarins að panta mat frá lúxusveitingastöðum að andvirði 350 þúsund sikla, um 10 milljóna króna, í trássi við reglur um að ekki mætti panta mat utanfrá á meðan kokkur væri á meðal starfsmanna ráðherrabústaðarins.

Er Netanyahu sögð hafa verið meðvituð um þessar reglur og til þess að komast framhjá þeim er hún sögð hafa reynt að leyna því að kokkurinn væri meðal starfsmanna. Til þess lét hún skrá hann sem starfsmann viðhaldsdeildar ráðherrabústaðarins.

Er Naftali gefið að sök að hafa komið þessum fyrirskipunum til annarra starfsmanna. Brotin eiga að hafa átt sér stað árunum 2010 til 2013 en rannsókn hófst árið 2015 og var hún umfangsmikil og náði til ýmissa meintra brota sem sögð voru hafa átt sér stað á ráðherrabústaðnum.

Netanyahu hefur neitað að endugreiða kostnað vegna máltíðanna sem pantaðar voru og neitar hún sök í málinu


Tengdar fréttir

Kröfðust afsagnar Netanyahu

Mótmælendur, milli þúsund og tvö þúsund talsins, komu saman í Tel Avív í Ísrael í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×