Fótbolti

Þjóðverjar aðeins yfir í eina mínútu á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þjóðverjar gerðu ekki gott mót
Þjóðverjar gerðu ekki gott mót Vísir/getty
Þjóðverjar eru úr leik á HM í fótbolta eftir tap gegn Suður-Kóreu í lokaleik sínum í F riðli. Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Þjóðverja en þeir voru ekki sannfærandi í mótinu.

Þýska liðið, sem hefur verið með þeim bestu í heimi í fjölda ára, var aðeins yfir í eina mínútu á mótinu.

Þjóðverjar töpuðu fyrsta leiknum gegn Mexíkó 1-0 og voru því augljóslega aldrei yfir í þeim leik.

Þeir unnu Svía í öðrum leiknum 2-1. Svíar komust yfir með marki frá Ola Toivonen í fyrri hálfleik. Marco Reus jafnaði metin snemma í þeim seinni en Toni Kroos skoraði ekki sigurmarkið fyrr en á fimmtu mínútu uppbótartímans, rétt áður en flautað var til leiksloka.

Lokaleikurinn í dag tapaðist svo 2-0.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×