Tvenna Cavani sendi Ronaldo heim

Dagur Lárusson skrifar
Edison Cavani.
Edison Cavani. Vísir/Getty
Edison Cavani skoraði bæði mörk Úrúgvæ í sigri þeirra á Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í 16-liða úrslitum HM.

 

Úrúgvæ byrjaði leikinn af miklum krafti og náði forystunni snemma leiks. Þá fékk Cavani boltann á miðjum vellinum og sendi langa sendinu á Luis Suarez sem var hinum megin á vellinum. Suarez tók boltann með sér, fór inná völlinn og gaf frábæra fyrirgjöf á kollinn á Cavani sem stangaði boltann í netið eftir að hafa tekið sprett frá miðjum vellinum.

 

Eftir þetta mark voru liðsmenn Portúgal aðallega með boltann en náðu þó að skapa sér lítið sem ekki neitt og komst Ronaldo ekki í takt við leikinn. Staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiksins.

 

Í seinni hálfleiknum byrjaði sóknarþungi Portúgal að aukast og fékk Portúgal margar hornspyrnur í röð. Pepe náði að nýta sér eina slíka á 55. mínútu þegar hann reis manna hæst í teignum og skallaði boltann í netið.

 

Eftir þetta mark voru liðsmenn Portúgal líklegri aðilinn og átti Bernardo Silva t.d. álitlegt færi á 60. mínútu en skot hans fór yfir markið.

 

Á 62. mínútu tók Muslera hinsvegar markspyrnu sem rataði langt inná vallarhelming Úrúgvæ og endaði boltinn hjá Cavani sem skaut boltanum viðstöðulaust og endaði hann í netinu. Annað mark Cavani og var það einkar glæsilegt.

 

Portúgalar reyndu hvað þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki því fór það þannig að Úrúgvæ bar sigur úr býtum og mæta Frökkum í 8-liða úrslitum á meðan Ronaldo og félagar eru á leiðinni heim.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira