Handbolti

Theodór inn fyrir Ragnar í kvöld

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Theodór Sigurbjörnsson  í leik með ÍBV
Theodór Sigurbjörnsson í leik með ÍBV Vísir/Vilhelm

Ísland gerir eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir seinni umspilsleikinn við Litháen um sæti á HM 2019 sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld. Theodór Sigurbjörnsson kemur inn fyrir Ragnar Jóhannsson.

Ekki er tekið fram í tilkynningu frá HSÍ hvers vegna breytingin er gerð, aðeins að Ragnar hvíli og Theodór komi inn.

Liðin gerðu jafntefli 27-27 í fyrri leiknum ytra og því ljóst að ekkert nema sigur er í boði fyrir íslensku strákana í Höllinni í kvöld ætli þeir sér á HM.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar

Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.