Viðskipti innlent

Arion banki á markað á næstu vikum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Vísir/stefán
Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Þar segir að stefnt sé að því að skráning hlutabréfa í bankanum hjá Nasdaq á Íslandi og skráning hlutabréfa í formi svokallaðra SDR (Swedish Depository Receipts) hjáNasdaq í Stokkhólmi muni fara fram á fyrri hluta ársins, það er þá á næstu vikum, að því gefnu að lagaskilyrði séu uppfyllt og markaðsaðstæður leyfi.

Ítarleg tilkynning um hlutafjárútboðið er birt á vef bankans. Þar er haft eftir Höskuldi H. Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, að stjórnendur hans séu sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref í þróun fyrirtækisins.

„Arion banki hefur verið endurreistur að fullu á síðustu árum og er í dag sterkur, arðsamur og leiðandi banki á Íslandi,“ segir Höskuldur.

Arion banki verður fyrsti íslenski bankinn til að vera skráður á aðalmarkað Nasdaq frá hruninu 2008.


Tengdar fréttir

Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion

Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×