Fótbolti

Balotelli snýr aftur í ítalska landsliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mancini og Balotelli voru saman hjá City
Mancini og Balotelli voru saman hjá City
Framherjinn Mario Balotelli er kominn aftur inn í ítalska landsliðið fjórum árum eftir að hann spilaði síðast leik fyrir Ítalíu. Nýi landsliðsþjálfarinn Roberto Mancini valdi hann í hóp fyrir komandi vináttulandsleiki.

Hinn 27 ára Balotelli hefur spilað fyrir bæði Liverpool og Manchester City og á að baki 13 landsliðsmörk í 33 landsleikjum. Hann hefur hins vegar ekki verið í liðinu síðan Ítalía datt út eftir riðlakeppni HM 2014 í Brasilíu. Hann var einu sinni valinn í hóp eftir það, í nóvember 2014, en gat ekki spilað vegna meiðsla.

Mancini, sem tók við ítalska landsliðinu 15. maí, þekkir vel til Balotelli en hann var knattspyrnustjóri hans hjá bæði Inter Milan og Manchester City.

Fyrsti leikur Mancini með ítalska landsliðinu verður vináttulandsleikur gegn Sádi-Arabíu í Sviss 28. maí. Ítalir mæta svo Frökkum 1. júní og Hollandi þann 4.

Ítalir eru ekki á leiðinni á HM í Rússlandi eftir tap gegn Svíum í umspilsleikjunum í nóvember.


Tengdar fréttir

Balotelli: Mun vinna Ballon d'Or einn daginn

Mario Balotelli er enn staðráðinn í því að hann muni einn daginn vinna Ballon d'Or, en verðlaunin eru veitt fyrir besta leikmann í Evrópu fyrir hvert ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×