Erlent

Duterte deilir við sjötuga nunnu

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Handtakan hlaut ekki góð viðbrögð en Filippseyjar eru rammkaþólskt land.
Handtakan hlaut ekki góð viðbrögð en Filippseyjar eru rammkaþólskt land. Vísir / AFP
Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur tekið upp deilur við systur Patriciu Fox. Systir Fox er 71 árs að aldri og er abbadís í söfnuði sínum.

Systir Fox stofnaði ásamt öðrum kirkjuna Our Lady of Sion árið 1990 í Manila og hefur síðan þá unnið góðgerðarstarf með fátækum og öðrum jaðarsettum hópum.

Systir Fox var handtekin á mánudaginn, vegabréf hennar gert upptækt og henni haldið í sólarhring. Henni er nú hótað því að vera rekin úr landi og hún hefur enn ekki fengið vegabréf sitt til baka.

Systir Fox er sökuð um undirróður og að vinna gegn stjórnvöldum. Systir Fox segist hins vegar aðeins hafa sýnt fátækum bændum samstöðu og tekið þátt í kröfugöngu þar sem barist er fyrir mannréttindum.

Samkvæmt útlendingalögum mega erlendir ríkisborgarar ekki taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum.

„Það er hluti af skyldu okkar, gegnum trúna, að við styðjum við hina fátæku.“ segir systir Fox. „Ég hef gengið fyrir mannréttindum í mótmælagöngum. Fyrir bændur, og réttindi þeirra yfir landinu sínu og fyrir því að pólitískum föngum verði sleppt.“

Duterte virðist vera sérstaklega uppsigað við systur Fox en sagt er að hann hafi persónulega fyrirskipað handtöku hennar. 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×