Enski boltinn

Salah: Ætlaði alltaf að koma aftur og sýna fólki hvað ég get

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Salah hefur átt ótrúlegt tímabil.
Salah hefur átt ótrúlegt tímabil. vísir/getty
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar kusu Mohamed Salah, leikmann Liverpool, sem leikmann ársins. Hann hafði betur í kjörinu gegn Kevin de Bruyne, Harry Kane, Leroy Sane, David Silva og David de Gea.

„Þetta er mikill heiður og sérstaklega þar sem það eru leikmenn sem kjósa. Ég er glaður og stoltur,“ sagði Salah sem var að mæta í enska boltann í annað sinn. Hann var áður hjá Chelsea en millilenti í Roma áður en hann kom til Liverpool.

„Ég fékk ekki tækifæri hjá Chelsea en það var alltaf ljóst að ég myndi koma aftur og sýna fólki hvað ég get. Ég kom til baka sem breyttur maður. Líka sem breyttur fótboltamaður.“

Salah er búinn að skora 31 deildarmark í 33 leikjum og er markahæstur.

Leroy Sane hjá Man. City var valinn besti ungi leikmaðurinn og Fran Kirby hjá Chelsea var valin best í kvennaboltanum.


Tengdar fréttir

Sjáðu Salah jafna metið

Það voru aðeins tveir leikir spilaðir í ensku úrvaldsdeildinni í gær en það gerðist þó margt athyglisvert og þar á meðal það að Mohamed Salah jafnaði markamet ensku úrvalsdeildarinnar.

Salah valinn bestur

Mohamed Salah er besti leikmaður Englands þetta tímabilið. Hann var valinn bestur af leikmannasamtökunum í Englandi en valið var kunngjört á árlegu verðlaunahófi samtakanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×