Birta áður óséð viðtal við O.J. um morðið á Nicole Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. mars 2018 13:53 O.J. Simpson var sýknaður af ákæru um að hafa myrt Nicole Brown Simpson og Ron Goldman. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox birti í gær ítarlegt viðtal við O.J. Simpson sem tekið var upp árið 2006. Í viðtalinu ræðir Simpson um morðin á Nicole Brown Simpson og Ron Goldman, eitt frægasta sakamál allra tíma. O.J. var árið 1995 sýknaður af ákæru um að hafa myrt þau.Viðtalið var tekið upp sem hluti af kynningarefni fyrir bók hans, hina umdeildu If I did it, eða Ef ég hefði gert það, sem kynnt var sama ár og innihélt ímyndaðar lýsingar á því hvernig Simpson hefði framið morðin, hefði hann gert það. Nicole var fyrrverandi eiginkona O.J. Í viðtalinu fer hann yfir aðdraganda morðanna, morðin sjálf og eftirmála þeirra á ítarlegan hátt. Ítrekar hann þó aftur og aftur í viðtalinu að lýsingarnar séu ímyndaðar. Viðtalið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og segir Washington Post meðal annars í fyrirsögn að O.J. hafi játað á sig morðin, þó á ímyndaðan hátt."Taking the knife from Charlie, and to be honest, after that I don't remember. Except I'm standing there and there's all kind of stuff around ... blood and stuff around..." *breaks into laughter* - O.J. Simpson #DidOJConfess pic.twitter.com/eZA27EERli— Jordan Heck (@JordanHeckFF) March 12, 2018 Í viðtalinu segir Simpson að hann hafi farið að heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar þann 12. júní 1994, ásamt félaga sínum Charlie. Skömmu eftir komuna brutust út átök á milli O.J. og Goldman.„Ég man að ég tók hnífinn. Ég man eftir því, ég tók hnífinn af Charlie. Eftir það man ég ekki mikið nema að ég er standandi þarna með alls konar í kringum mig,“ sagði O.J.„Alls konar hvað?“ var hann þá spurður.„Blóð og alls konar,“ svaraði O.J. til baka áður en hann fór að hlæja og sagði. „Mér finnst vont að segja það en þetta er allt ímyndað.“Einnig er fjallað um viðtalið á vef New York Times og segir þar að þrátt fyrir að O.J. haldi sig að mestu leyti við þær ímynduðu lýsingar og skýringar sem komi fram í bókinni umdeildu, þá líti lýsing hans í viðtalinu á morðinu ekki út fyrir að vera ímynduð.Undir þetta tekur Christopher Darden, einn af saksóknurunum sem sótti O.J. til saka á sínum tíma. Var hann beðinn um að leggja sitt mat á viðtalið. Telur hann að í viðtalinu hafi O.J. játað á sig morðin.„Ég tel að hann hafi játað á sig morð,“ sagði Darden. „Hann er að reyna að segja að þetta sé ímyndað en hann segir alltaf „Ég“, „ég gerði þetta“,„ mér leið svona“, „ég sá þetta“. Þetta er ekki ímyndun, þetta er raunveruleikinn.“ Tengdar fréttir O.J. Simpson laus úr fangelsi Var sleppt eftir að hafa setið inni í níu ár fyrir vopnað rán. 1. október 2017 10:16 Ótrúleg ævi O.J. Simpson Árið 1994 var O.J. Simpson ákærður fyrir morðin á Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman. Fallið var hátt fyrir einn dáðasta íþróttamann Bandaríkjanna. 21. júlí 2017 11:30 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox birti í gær ítarlegt viðtal við O.J. Simpson sem tekið var upp árið 2006. Í viðtalinu ræðir Simpson um morðin á Nicole Brown Simpson og Ron Goldman, eitt frægasta sakamál allra tíma. O.J. var árið 1995 sýknaður af ákæru um að hafa myrt þau.Viðtalið var tekið upp sem hluti af kynningarefni fyrir bók hans, hina umdeildu If I did it, eða Ef ég hefði gert það, sem kynnt var sama ár og innihélt ímyndaðar lýsingar á því hvernig Simpson hefði framið morðin, hefði hann gert það. Nicole var fyrrverandi eiginkona O.J. Í viðtalinu fer hann yfir aðdraganda morðanna, morðin sjálf og eftirmála þeirra á ítarlegan hátt. Ítrekar hann þó aftur og aftur í viðtalinu að lýsingarnar séu ímyndaðar. Viðtalið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og segir Washington Post meðal annars í fyrirsögn að O.J. hafi játað á sig morðin, þó á ímyndaðan hátt."Taking the knife from Charlie, and to be honest, after that I don't remember. Except I'm standing there and there's all kind of stuff around ... blood and stuff around..." *breaks into laughter* - O.J. Simpson #DidOJConfess pic.twitter.com/eZA27EERli— Jordan Heck (@JordanHeckFF) March 12, 2018 Í viðtalinu segir Simpson að hann hafi farið að heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar þann 12. júní 1994, ásamt félaga sínum Charlie. Skömmu eftir komuna brutust út átök á milli O.J. og Goldman.„Ég man að ég tók hnífinn. Ég man eftir því, ég tók hnífinn af Charlie. Eftir það man ég ekki mikið nema að ég er standandi þarna með alls konar í kringum mig,“ sagði O.J.„Alls konar hvað?“ var hann þá spurður.„Blóð og alls konar,“ svaraði O.J. til baka áður en hann fór að hlæja og sagði. „Mér finnst vont að segja það en þetta er allt ímyndað.“Einnig er fjallað um viðtalið á vef New York Times og segir þar að þrátt fyrir að O.J. haldi sig að mestu leyti við þær ímynduðu lýsingar og skýringar sem komi fram í bókinni umdeildu, þá líti lýsing hans í viðtalinu á morðinu ekki út fyrir að vera ímynduð.Undir þetta tekur Christopher Darden, einn af saksóknurunum sem sótti O.J. til saka á sínum tíma. Var hann beðinn um að leggja sitt mat á viðtalið. Telur hann að í viðtalinu hafi O.J. játað á sig morðin.„Ég tel að hann hafi játað á sig morð,“ sagði Darden. „Hann er að reyna að segja að þetta sé ímyndað en hann segir alltaf „Ég“, „ég gerði þetta“,„ mér leið svona“, „ég sá þetta“. Þetta er ekki ímyndun, þetta er raunveruleikinn.“
Tengdar fréttir O.J. Simpson laus úr fangelsi Var sleppt eftir að hafa setið inni í níu ár fyrir vopnað rán. 1. október 2017 10:16 Ótrúleg ævi O.J. Simpson Árið 1994 var O.J. Simpson ákærður fyrir morðin á Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman. Fallið var hátt fyrir einn dáðasta íþróttamann Bandaríkjanna. 21. júlí 2017 11:30 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
O.J. Simpson laus úr fangelsi Var sleppt eftir að hafa setið inni í níu ár fyrir vopnað rán. 1. október 2017 10:16
Ótrúleg ævi O.J. Simpson Árið 1994 var O.J. Simpson ákærður fyrir morðin á Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman. Fallið var hátt fyrir einn dáðasta íþróttamann Bandaríkjanna. 21. júlí 2017 11:30