Handbolti

Svona var blaðamannafundurinn hjá Guðmundi | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamannafundinum í dag. vísir/Rakel Ósk

Guðmundur Þórður Guðmundsson tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi upp úr hádegi. Hann hristir vel upp í hópnum.

Alls eru sjö leikmenn sem voru á EM í janúar ekki í hópnum. Guðjón Valur Sigurðsson fær frí, Arnór Atlason er hættur og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Janus Daði Smárason eru meiddir.

Aron Pálmarsson verður fyrirliði í fjarveru Guðjóns. Tveir strákar á bílprófsaldri, Haukur Þrastarson og Gísli Þorgeir Kristjánsson, eru í hópnum.

Vísir var með fundinn í beinni útsendingu og má sjá hann í heild sinni hér að neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.