Erlent

Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Um 393.000 almennir borgarar þarfnast neyðaraðstoðar í austurhluta Ghouta.
Um 393.000 almennir borgarar þarfnast neyðaraðstoðar í austurhluta Ghouta. Vísir/AFP
Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. Alls áttu fjörutíu bílar frá UNICEF að koma með nauðsynjar til særðra og þurfandi.

Þúsundir almennra borgara hafa flúið svæðið en sýrlenski stjórnarherinn hefur hert sóknar gegn uppreisnarmönnum síðustu daga. Stjórnvöld hafa náð valdi á tíunda hluta þess svæðis sem stjórnarandstæðingar ráða austan við Damaskus.

Í gær greindi forstöðumaður UNICEF í Mið-Austurlöndum frá því að samtökin hefðu fengið leyfi frá stjórnvöldum í Sýrlandi til að flytja nauðsynjar til 200.000 manns en gert er ráð fyrir að aðstoða þurfi 400.000 almenna borgara á svæðinu. Rúmlega sex hundruð hafa fallið í árásum á Ghouta frá 18. febrúar.

Yfirlýsingar Rússa um hlé á átökunum í fimm klukkustundir á hverjum degi til að leyfa hjálparsamtökum að komast inn á svæðið og almennum borgurum að flýja hafa ekki staðist. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi hefur verið virt að vettugi.


Tengdar fréttir

Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta

Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta.

Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín

Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi.

Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta

Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×