Enski boltinn

Aston Villa vann borgarslaginn | Birkir kom inná

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. vísir/getty
Birkir Bjarnason lék síðustu mínúturnar í 2-0 sigri Aston Villa á grönnum sínum í Birmingham en með sigrinum komst Aston Villa í 2. sæti deildarinnar.

Það var lítið sem gerðist í fyrri hálfleiknum og tókst hvorugu liðinu að skora og því var fóru liðin jöfn inn í leikhléið.

Í seinni hálfleiknum byrjaði heimaliðið að taka völdin á vellinum og sköpuðu sér nokkur marktækifæri. Albert Adomah skoraði úr einu slíku á 60. mínútu og kom sínum mönnum í forystu.

Conor Hourihane skoraði síðan annað mark Aston Villa á lokamínútunum og gerði út um leikinn.

Birkir Bjarnason kom inná fyrir Jack Grealish á 84. mínútu en hann var tekinn úr byrjunarliðinu fyrir þennan leik.


Tengdar fréttir

Sex í röð hjá Birki og Aston Villa

Birkir Bjarnason lék allan leikinn á miðjunni hjá Aston Villa í 3-2 sigri á Burton í ensku Championship-deildinni í dag en þetta var sjötti sigurleikur heimamanna í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×