Viðskipti innlent

Nýsköpunarsjóðurinn með 9,5 prósent í Dohop

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.
Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur eignast 9,45 prósenta hlut í flugleitarvefnum Dohop eftir að sjóðurinn breytti 10 milljóna króna láni til félagsins í hlutafé. Stjórn Dohop samþykkti ósk sjóðsins þess efnis á stjórnarfundi í september í fyrra. Nýsköpunarsjóðurinn fjárfesti fyrst í Dohop fyrir um áratug.

Dohop sótti sér um 100 milljónir króna í hlutafé síðasta sumar. Haft var eftir Davíð Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Dohop, í Viðskiptablaðinu í júlí í fyrra að félagið væri á mikilli siglingu með nýrri vöru, Dohop Connect, og að spurnin eftir henni hefði verið talsvert umfram áætlanir félagsins.

Velta Dohop nam 305 milljónum króna árið 2016. Varð þá um 200 milljóna króna tap á rekstrinum.

Í bréfi Dohop til fyrirtækjaskrár frá því í október er þess óskað að samþykki sjóðsins og fundargerð stjórnar verði ekki gerð opinber. „Síðast þegar við sendum inn fundargerð til upplýsinga var það gert opinbert. Við vissum ekki af þessu verklagi og einn fjölmiðill gerði frétt út frá því,“ segir í bréfi Dohop.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.