Erlent

Fyrr­verandi kærastinn fær lífs­tíðar­dóm fyrir morðið á Tovu

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 19 ára Tova Moberg hvarf um miðjan maímánuð á síðasta ári.
Hin 19 ára Tova Moberg hvarf um miðjan maímánuð á síðasta ári. Vísir/Getty
Dómstóll í Svíþjóð dæmdi í dag 23 ára karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á sænsku stúlkunni Tova Moberg sem fannst látin í stöðuvatni skammt frá Hudiksvall í maí á síðasta ári.

Hinn dæmdi, Billy Fagerström, var fyrrverandi kærasti hinnar nítján ára Moberg, að því er fram kemur í frétt Aftonbladet. Saksóknarinn í málinu, Christer Sammers kveðst ánægður með niðurstöðu dómstólsins.

Aðstandendur Tovu lýstu eftir henni sunnudaginn 14. maí síðastliðinn. Lögreglu grunaði fljótlega að brot hafi verið framið og beindust grunsemdir fljótlega að fyrrverandi kærasta hennar.

Hann var fyrst grunaður um að hafa rænt Tovu en eftir að lík hennar fannst bundið við hjólbörur á botni stöðuvatns, nálægt heimili Fagerstörm, var hann grunaður um að hafa ráðið henni bana.

Fagerström á að hafa slegið hana rúmlega tuttugu sinnum með hamri áður en hann kom líki hennar fyrir í vatninu. Hann hafði áður beitt hana ofbeldi á meðan þau áttu í sambandi.

Hudiksvall er um 300 kílómetrum norður af höfuðborginni Stokkhólmi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×