Viðskipti innlent

Vilja skrá Marel erlendis

Hörður Ægisson skrifar
Forstjóri Marels segir að fjórði árshluti hafi verið góður endir á sterku rekstrarári.
Forstjóri Marels segir að fjórði árshluti hafi verið góður endir á sterku rekstrarári.
Tekjur Marels námu 295 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi í fyrra, sem er nýtt met, og jukust um 48 milljónir evra á milli ára. Heildartekjur félagsins á árinu 2017 voru 1.038 milljónir evra og hækkuðu um 55 milljónir evra.

Þá nam rekstrarhagnaður (EBIT) Marels á fjórðungnum 56 milljónum evra sem er um 20 prósentum meira en greinendur höfðu spáð. Í afkomutilkynningu sem Marel sendi frá sér í gærkvöldi kemur einnig fram að félagið hyggist kanna möguleika á skráningu í kauphöll erlendis.

Leitað verði liðsinnis óháðra alþjóðlegra ráðgjafa við þá vinnu og greiningu á helstu skráningarkostum. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir að fjórði árshluti hafi verið „góður endir á sterku rekstrarári. Pantanir hækkuðu um 13 prósent á milli ára og námu 1.144 milljónum evra yfir árið.“

Pantanabók Marels stóð í 472 milljónum evra í árslok 2017 samanborið við 350 milljónir evra árið áður.


Tengdar fréttir

Telja bréf Marel undirverðlögð

Greiningardeild Arion banka ráðleggur fjárfestum að kaupa í Marel og verðleggur bréf félagsins á 412 krónur á hlut. Það er tæplega 30 prósentum hærra verð en sem nam gengi bréfa framleiðslufyrirtækisins við lokun markaða í gær.

Spá auknum rekstrarhagnaði hjá Marel

Hagfræðideild Landsbankans býst við að rekstrarhagnaður Marels fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi aukist lítillega á fjórða fjórðungi síðasta árs frá sama tíma árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×