Erlent

Þrjátíu og tveir fórust þegar olíuskip sökk

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Olíuflutningaskip sökk undan ströndum Kína í dag með um hundrað þrjátíu og sex þúsund tonn af hráolíu um borð.
Olíuflutningaskip sökk undan ströndum Kína í dag með um hundrað þrjátíu og sex þúsund tonn af hráolíu um borð. Vísir/afp
Þrjátíu og tveir fórust þegar olíuflutningaskip sökk undan ströndum Kína í dag. Skipið hefur staðið í ljósum logum eftir að það lenti í árekstri við kínverskt flutningaskip á laugardaginn í síðustu viku en tilraunir til að bjarga áhöfn skipsins báru ekki árangur. Um hundrað þrjátíu og sex þúsund tonn af hráolíu voru um borð í skipinu sem var á leið til Suður Kóreu.

Skipið var staðsett um 260 kílómetra utan af Sjanghæ á austurströnd Kína. Olían um borð var þunnfljótandi olía, léttari útgáfa af hráolíu sem talin er enn hættulegri fyrir umhverfið. Ekki liggur fyrir hvers vegna skipin tvö rákust á. 






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×