Viðskipti erlent

Notendur munu geta komið í veg fyrir að eldri iPhone-símar hægi á sér

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Images

Tim Cook, forstjóri Apple, segir að innan tíðar geti notendur slökkt á hugbúnaðinum sem hægir á eldri gerðum af iPhone-símum. 

Fyrirtækið var harðlega gagnrýnt fyrir skömmu þegar það staðfesti að það hægi viljandi á eldri gerðum af iPhone-símum. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi í sumum tilvikum að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér.

Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð.

Í viðtali við ABC þvertók Cook fyrir að sú væri raunin. Þá gaf hann út að fyrirtækið myndi á næstunni gefa út uppfærslu sem geri notendum kleyft að slökkva á þessum eiginleika símans.

„Í uppfærslu sem kemur út í næsta mánuði verður notendum gert kleyft að sjá hvernig staðan er á gæði batterísins,“ sagði Cook. „Við munum láta notendur vita þegar hugbúnaðurinn er að hægja á símanum til þess að koma í veg fyrir að síminn slökkvi á sér. Ef þú vilt ekki að það gerist er hægt að slökkva á hugbúnaðinum“.

Apple hefur sem fyrr segir verið harðlega gagnrýnt eftir að upp komst um hugbúnaðinn sem um ræðir og hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og í Frakklandi krafist skýringa frá Apple vegna málsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.