Skora á íslensk yfirvöld að leiðrétta mismunun gagnvart foreldrum langveika barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 21:00 Umhyggja, félag langveikra barna, skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust þá mismunun sem félagið segir viðgangast gagnvart foreldrum sem þurfa að vera frá vinnumarkaði vegna veikinda barna sinna. Ráðherra segir ábendingarnar eiga fullan rétt á sér og málið verði væntanlega tekið til skoðunar á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við mæður tveggja langveikra stúlkna sem segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur þeirra neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Foreldrum sem fá tekjutengdar foreldragreiðslur er heimilt að vinna í minnkuðu starfshlutfalli samhliða greiðslum en samkvæmt lögum standa tekjutengdar greiðslur aðeins til boða í sex mánuði að hámarki. Foreldrar sem kjósa að vinna í hlutastarfi eða stunda nám samhliða ummönnun veikra barna sinna verða þannig af öllum greiðslum sem ekki falla innan ramma tekjutengingar. „Ég lýsi í rauninni fullum skilningi á þessum baráttumálum sem að þessi samtök eru að berjast fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Stöð 2.Ekki síður jafnréttismál kynjanna Að sögn Ásmundar var sett af stað vinna við endurskoðun laga um foreldragreiðslur árið 2015 og fljótlega kunni að draga til tíðinda. „Ég held að það sé bara að koma áfangaskýrsla núna á næstu vikum og ég fái hana kynnta núna vonandi í þessari viku eða næstu.“ Í áskorun sinni vakti Umhyggja einnig athygli á því að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða enda séu það í flestum tilfellum mæður sem hætta í vinnu til að sinna börnunum. Sumar þeirra séu árum saman utan vinnumarkaðar og fari á mis við ýmis tækifæri á vinnumarkaði. Þá búi þær við skert lífeyrisréttindi þar sem óheimilt er að greiða í lífeyrissjóð af grunngreiðslunum. „Það eru mæðurnar sem oftar eru heima með langveikum börnum og ég held að það sé bara mikilvægt að við tökum þessar athugasemdir til skoðunar samhliða því sem að við fáum niðurstöðu úr þessari endurskoðunarvinnu,“ segir Ásmundur. Tengdar fréttir Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08 Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29 Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Umhyggja, félag langveikra barna, skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust þá mismunun sem félagið segir viðgangast gagnvart foreldrum sem þurfa að vera frá vinnumarkaði vegna veikinda barna sinna. Ráðherra segir ábendingarnar eiga fullan rétt á sér og málið verði væntanlega tekið til skoðunar á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við mæður tveggja langveikra stúlkna sem segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur þeirra neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Foreldrum sem fá tekjutengdar foreldragreiðslur er heimilt að vinna í minnkuðu starfshlutfalli samhliða greiðslum en samkvæmt lögum standa tekjutengdar greiðslur aðeins til boða í sex mánuði að hámarki. Foreldrar sem kjósa að vinna í hlutastarfi eða stunda nám samhliða ummönnun veikra barna sinna verða þannig af öllum greiðslum sem ekki falla innan ramma tekjutengingar. „Ég lýsi í rauninni fullum skilningi á þessum baráttumálum sem að þessi samtök eru að berjast fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Stöð 2.Ekki síður jafnréttismál kynjanna Að sögn Ásmundar var sett af stað vinna við endurskoðun laga um foreldragreiðslur árið 2015 og fljótlega kunni að draga til tíðinda. „Ég held að það sé bara að koma áfangaskýrsla núna á næstu vikum og ég fái hana kynnta núna vonandi í þessari viku eða næstu.“ Í áskorun sinni vakti Umhyggja einnig athygli á því að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða enda séu það í flestum tilfellum mæður sem hætta í vinnu til að sinna börnunum. Sumar þeirra séu árum saman utan vinnumarkaðar og fari á mis við ýmis tækifæri á vinnumarkaði. Þá búi þær við skert lífeyrisréttindi þar sem óheimilt er að greiða í lífeyrissjóð af grunngreiðslunum. „Það eru mæðurnar sem oftar eru heima með langveikum börnum og ég held að það sé bara mikilvægt að við tökum þessar athugasemdir til skoðunar samhliða því sem að við fáum niðurstöðu úr þessari endurskoðunarvinnu,“ segir Ásmundur.
Tengdar fréttir Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08 Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29 Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08
Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29
Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00