Menning

Lúðraþytur og trumbusláttur tengjast hátíðum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þeir félagar hafa spilað fyrir fullu húsi í Hallgrímskirkju árlega frá 1992.
Þeir félagar hafa spilað fyrir fullu húsi í Hallgrímskirkju árlega frá 1992.

Trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson, Einar St. Jónsson og Baldvin Oddsson, Hörður Áskelsson orgelleikari og Eggert Pálsson pákuleikari flytja glæsileg hátíðarverk í Hallgrímskirkju í dag klukkan 16.30 og á morgun, gamlársdag, á sama tíma. Flest verkin eiga uppruna sinn á barrokktímabilinu. Þau eru meðal annars eftir J.S. Bach, Albinoni, Purcell og Petzel.

Þetta er í 25. sinn sem Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á tónleika undir yfirskriftinni Hátíðarhljómar við áramót. Með þeim er gamla árið kvatt og nýja árið boðið velkomið með lúðraþyt, trumbuslætti og kröftugum orgelleik.

Það er á stefnuskrá þeirra félaga koma öllum í áramótaskapið enda hafa þeir leikið fyrir fullu húsi á gamlárskvöld allt frá vígslu Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju árið 1992.  Nú var aukatónleikum bætt við og þeir eru síðdegis í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.