Enski boltinn

Mourinho: United á ekki jafn mikið af pening og City

Dagur Lárusson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að United eigi erfitt með að berjast við lið á borð við Manchester City og PSG vegna þess að United á ekki jafn mikið af peningum.

PSG keypti Neymar frá Barcelona í sumar á 198 milljónir punda sem er nú hæsta upphæð sem hefur verið greidd fyrir knattspyrnumann frá upphafi á meðan Pep Guardiola hefur eytt fúlgum fjár í sextán nýja leikmenn síðan hann tók við sumarið 2016.

Þó svo að Mourinho hefur fengið mikinn pening til leikmannakaupa á leikmönnum eins og Lukaku og Pogba þá telur hann það ekki vera nóg til þess að berjast við City og PSG.

„Það er erfitt en það er ekki ómögulegt samt sem áður,“ sagði Portúgalinn.

„Þegar þú ert ekki lið eins og City t.d. sem getur fengið hvaða leikmann sem er á hvaða fjárhæð sem er, þá þarftu stundum bara að bíða og vera þolinmóður.“

„Á næstu leiktíð munum við bæta við tveimur eða þremur leikmönnum en við munum einnig missa einn eða tvo og þess vegna verða engar rosalegar bætingar hjá okkur.“

Mourinho tók Jurgen Klopp og Liverpool sem dæmi um lið sem hefur fundið fyrir því hversu miklu máli peningar skipta í þessari íþrótt.

„Þegar Klopp kom til Englands þá treysti hann sjálfum sér sem stjóra til þess að vinna deildina, sem hann ætti að gera því hann er góður stjóri.“

„En ég held að Klopp hafi áttað sig á því núna að Liverpool þarf að eyða háum fjárhæðum til þess að eiga möguleika og við sjáum það með kaupum þeirra á Naby Keita og Virgil Van Djik,“ bætti Mourinho við.


Tengdar fréttir

Vöðvarnir hægja á markaskorun Lukaku

Framherjinn Romelu Lukaku hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er tímabilinu og herma fjölmiðlar á Englandi að það sé vegna þyngdaraukningar Belgans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×