Enski boltinn

Conte: Getum ekki selt Hazard og Courtois

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte
Antonio Conte vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að félagið geti ekki selt Eden Hazard eða Thibaut Courtois ef félagið vill berjast um titla í framtíðinni.

Courtouis er sagður hafa áhuga á því að ganga til liðs við Real Madrid á meðan faðir Eden Hazard greindi frá því í gær að sonur hans hafi hafnað framlengingu á samning hans við félagið í von um að fá að fara til Real Madrid.

„Við erum að tala um tvo gríðarlega mikilvæga leikmenn fyrir okkur,“ sagði Conte.

„Það er svo mikilvægt fyrir okkur að halda svona leikmönnum, sérstaklega ef við ætlum að reyna að berjast um titla í framtíðinni.“

Aðspurður út stöðu Courtois sagðist Conte ekkert vita um það mál.

„Ég veit ekkert um þetta mál. En þegar þú ert hjá frábæru félagi og þú treystir verkefninu hjá félaginu og markmiðinu, þá vilt þú vera áfram,“ bætti Ítalinn við.


Tengdar fréttir

Conte: Ég er ekki að ljúga

Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að David Luiz sé í raun og veru meiddur og hann sé ekki að ljúga að fréttamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×