Enski boltinn

Lukaku og Zlatan missa af næstu leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romelu Lukaku var borinn af velli gegn Southampton vegna höfuðmeiðsla.
Romelu Lukaku var borinn af velli gegn Southampton vegna höfuðmeiðsla. vísir/getty
Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic missa af næstu leikjum Manchester United vegna meiðsla.

Lukaku fékk höfuðhögg snemma leiks gegn Southampton í kvöld og var tekinn af velli. Zlatan var hins vegar ekki í leikmannahópi United.

Eftir leikinn gegn Southampton sagði José Mourinho, knattspyrnustjóri United, að Zlatan yrði frá keppni næsta mánuðinn vegna hnémeiðsla.

Portúgalinn sagði ennfremur að Lukaku myndi missa af næstu tveimur leikjum United en yrði vonandi klár fyrir leikinn gegn Stoke City 15. janúar.

United hefur gert þrjú jafntefli í röð og er dottið niður í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Mourinho: United á ekki jafn mikið af pening og City

José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að United eigi erfitt með að berjast við lið á borð við Manchester City og PSG vegna þess að United á ekki jafn mikið af peningum.

Inter Milan hefur áhuga á Mkhitaryan

Inter Milan hefur áhuga á að fá Henrikh Mkhitaryan, leikmann Manchester United, til liðs við sig í janúarglugganum en Sky Sports greinir frá þessu.

Markalaust á Old Trafford

Manchester United og Southampton gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×