Erlent

Brúnni breytt í risaaðventustjaka

Atli Ísleifsson skrifar
Lýsir upp skammdegið.
Lýsir upp skammdegið. Öresundsbron
Eyrarsundsbrúin mun gegna hlutverki aðventustjaka fram að jólum en kveikt var á fyrsta kertinu, eða spádómskertinu, í gær.

Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert en tiltækið hefur vakið talsverða athygli bæði í Svíþjóð og Danmörku.

Kveikt var fyrsta kertinu klukkan 15 að staðartíma en kertin munu lýsa milli klukkan 15 síðdegis til klukkan 9 að morgni alla daga fram að jólum. Þá verður einnig kveikt á kertunum á aðfangadag, jóladag og gamlársdag.

Eyrarsundsbrúin tengir dönsku höfuðborgina Kaupmannahöfn og sænsku borgina Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×