Erlent

Starfsfólk House of Cards í launuðu leyfi þar til tökur hefjast á ný

Birgir Olgeirsson skrifar
Kevin Spacey fór með aðalhlutverkið í House of Cards.
Kevin Spacey fór með aðalhlutverkið í House of Cards. Vísir/Getty

Framleiðsla á sjöttu seríu House of Cards verður framhaldið. Framleiðendur þáttanna tilkynntu starfsfólki þetta í yfirlýsingu fyrr í dag. 



Framleiðslu þáttanna var hætt tímabundið vegna fjölda ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um kynferðislega áreitni. Sökuðu meðal annars margir starfsmenn þáttanna leikarann um slíkt. 



Framleiðendur þáttanna áætla að hefja aftur framleiðslu á sjöttu seríunni eftir áttunda desember næstkomandi og að starfsliðið verði í launuðu leyfi þangað til. 



Er nú reynt að finna leiðir til að halda framvindu þáttanna áfram án aðalpersónu þeirra, Frank Underwood, en framleiðendurnir eru sagðir leita leiða til að skrifa persónuna úr þáttunum. 



„Síðustu tveir mánuðir hafa reynt á okkur öll,“ segir í yfirlýsingu framleiðenda þáttanna.



„Það sem við höfum komist að er að þetta verkefni er stærra en einn maður og við gætum ekki verið stoltari af tryggasta og hæfileikaríkasta kvikmyndagerðarfólki bransans,“ segir einnig í yfirlýsingunni. 



House of Cards-þættirnir hafa verið sýndir á streymisveitu Netflix sem er nú sögð vera að velta fyrir sér að búa til hliðarsögur af House of Cards til að brúa bilið þar til sjötta serían kemur út. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×