Erlent

Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mennsti mannskaðinn varð í vesturhluta Írans.
Mennsti mannskaðinn varð í vesturhluta Írans. Vísir/Getty
Rúmlega 200 hafa fundist látnir eftir að stærðarinnar skjálfti reið yfir á landamærum Íraks og Íran í gærkvöldi. Talið er að rúmlega 2500 séu særðir. Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit.

Hjálparstofnanir telja að rúmlega 70 þúsund manns hafi í engin hús að venda eftir skjálftann sem er með þeim stærstu sem riðið hafa yfir á þessu ári.

Sjá einnig: Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran



Talið er að flestir hafi látist í vesturhluta Írans, ekki síst í landamærabænum Sarpol-e Zahab. Stærsta sjúkrahús bæjarins varð illa úti í skjálftanum og hefur því ekki getað sinnt þeim hundruðum sem þangað hafa leitað. 

Þá létust hið minnsta sex í höfuðborg Íraks, Bagdad, þar sem bænir hafa leikið nær stöðugt um hljómflutningstæki mínarettanna.

Hjálparsamtök hafa átt erfitt með að komast á hamfarasvæðin sökum skriðufalla og jarðvegshruns. Þá bætir víðtækt rafmagnsleysi ekki úr skák.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×