Erlent

Myrti konu sína og faldi lík hennar

Samúel Karl Ólason skrifar
Tíu eru særðir eftir árásina og þar á meðal nokkur börn.
Tíu eru særðir eftir árásina og þar á meðal nokkur börn. Vísir/AFP
Tala látinna í Kaliforníu er nú komin í fimm eftir skotárás í bænum Rancho Tehama í gær. Svo virðist sem að árásarmaðurinn, Kevin Neal, hafi fyrst myrt eiginkonu sína og falið lík hennar undir gólfinu í húsi þeirra. Lögreglan segir að hún hafi verið skotin margsinnis og æði Neal hafi byrjað á morði hennar.

Neal gekk laus gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn fyrir að stinga nágranna sinn í janúar. Samkvæmt dómsskjölum átti hann ekki að mega eiga skotvopn. Þegar hann var skotinn til bana af lögregluþjónum í gær var hann þó með tvær skammbyssur og einn hálfsjálfvirkan riffil í fórum sínum.

Hann skilaði vopnum sínum sem hann átti til yfirvalda í febrúar en lögreglan segir að hann hafi komist yfir byssurnar sem fundust á honum með ólöglegum hætti og þær hefðu verið skráðar á aðra.

Tíu eru særðir eftir árásina og þar á meðal nokkur börn.

Sjá einnig: Segja kennara hafa bjargað lífum nemenda



Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telur lögreglan að Neal hafi myrt konu sína og hann hafi gert það á mánudaginn. Þá hefur lögreglan breytt yfirlýsingu sinni frá því í dag um að árásin hafi staðið yfir í um 45 mínútur eftir að Neal myrti tvo nágranna sína sem hann hafði lengi deilt við og stal bíl af öðrum. Nú telur lögreglan að árásin hafi staðið yfir í um 25 mínútur.



Tilefni æðis Neal liggur þó enn ekki fyrir.

„Ég held að hann hafi viljað myrða eins marga og hann gat,“ sagði Phil Johnston, aðstoðarfógeti Tahomasýslu við blaðamenn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×