Erlent

Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
George H.W. Bush er nú 93 ára gamall.
George H.W. Bush er nú 93 ára gamall. Vísir/Getty

Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. Konan segir hann hafa káfað á sér í apríl árið 1992 á meðan hann gegndi embætti forseta.

Konan er nú 55 ára gömul og segir að atvikið hafi átt sér stað á fjáröflunarsamkomu í Michigan sem hún hafi sótt með föður sínum. Hafi forsetinn gripið í rass hennar þegar þau stilltu sér öll þrjú upp fyrir myndatöku.

Konan segist hafa ákveðið að brosa fyrir myndavélina. Fjöldi fólks hafi verið viðstaddur þar á meðal lífverðir forsetans. Hún telur þó að enginn annar hafi tekið eftir því sem gerðist. Hún sagðist hafa réttlætt atburðinn fyrir sjálfri sér með því að hugsa með sér að þau hafi verið nálægt hvort öðru og að líklega hafi verið óvart.

Nýlegar ásakanir annarra kvenna í garð Bush hafi leitt til þess að hún endurskoðaði minningar sínar af kvöldinu.

„Fólk hefur lagt áherslu á það að hann sé gamall. Allt í lagi en hann var ekki gamall þegar þetta gerðis,“ segir konan í samtali við CNN. Bush er nú 93 ára gamall og bundinn hjólastól en var tæplega 68 ára gamall í apríl árið 1992.

Sex aðrar konur hafa sakað Bush um kynferðislega áreitni á árunum 2003 til 2016. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann er sakaður um áreitni á meðan hann gegndi embætti forseta.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×