Erlent

Sex mánaða bið danskra hrossaeigenda eftir að gera dýrin að ljónafæði

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það vakti mikla reiði í Danmörku árið 2014 þegar gírafinn Maríus var brytjaður niður í ljónafóður.
Það vakti mikla reiði í Danmörku árið 2014 þegar gírafinn Maríus var brytjaður niður í ljónafóður. vísir/ap
Sért þú danskur hestaeigandi og viljir að fákur þinn verði æti fyrir ljón þar í landi þá gætir þú þurft að bíða í allt að hálft ár eftir því að láta það gerast.

Í fréttum danskra fjölmiðla segir að hingað til hafi tíðkast að fá endurvinnslufyrirtæki til að hirða hræ dýranna eftir aflífun. Það kostar hins vegar allt að 3.700 krónur danskar eða tæpar 62 þúsund krónur íslenskar á gengi dagsins í dag.

Það að gefa dýragarðinum í Kaupmannahöfn hræin kostar aftur á móti ekki eyri. Þar er kjötið brúkað sem æti fyrir ljónin sem þar lifa. Lausnin er svo vinsæl að offramboð er á kjöti handa ljónunum. Biðlisti hefur því verið settur upp þar sem hrossaeigendur geta skráð dauðvona dýr sín.


Tengdar fréttir

Mikil reiði eftir að gíraffinn Marius var aflífaður

Dýraverndunarsinnar eru æfir eftir að dýragarðurinn í Kaupmannahöfn ákvað að aflífa 18 mánaða heilbrigðan gíraffa. Dýragarðurinn taldi sig knúinn til að aflífa gíraffann vegna plássleysis og hættu á innræktun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×