Funduðu með kínverskum skiparisa um Finnafjarðarverkefnið Haraldur Guðmundsson skrifar 5. september 2017 06:00 Finnafjörður er við Langanesströnd á Norðausturlandi. vísir/pjetur Starfsmenn Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, funduðu í lok ágúst með sveitarstjóra Langanesbyggðar, starfsmönnum verkfræðistofunnar EFLU og fulltrúum innanríkisráðuneytisins, og fengu kynningu á áformum um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Alls var um þrjá fundi eða kynningar að ræða og voru það starfsmenn frá skrifstofu kínverska skipafélagsins í Finnlandi sem óskuðu eftir kynningu á Finnafjarðarverkefninu.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar„Þeir höfðu séð úti í Kína kynningu á verkefninu og áttu leið hingað til lands og óskuðu eftir fundi. Það eru engir aðrir fundir fyrirhugaðir og maður veit svo sem ekkert hvort það verður eitthvað. Hugmyndin í Finnafirði er góð en er enn einungis hugmynd,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Fundirnir voru haldnir dagana 24. til 26. ágúst og þá bæði í innanríkisráðuneytinu og hjá Íslandsstofu. Þeir voru skipulagðir af EFLU verkfræðistofu og segir í fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar að þeir hafi verið áhugaverðir og gengið vel. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hafnarinnar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, EFLU og þýska fyrirtækisins Bremenport. Samstarfssamningur um verkefnið hafði þá verið undirritaður tveimur árum áður. Hugmyndin er sú að Bremenport leiði fjármögnun framkvæmda og öflun verkefna fyrir væntanlega höfn og að framkvæmdir hefjist eftir þrjú til fimm ár. „Það er búið að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Síðan var skrifað undir viljayfirlýsinguna árið 2016 og verkefnið er í raun statt þar ennþá. Svo er verið að kynna þetta á ráðstefnum um allan heim en sveitarfélagið á enga aðkomu að því,“ segir Elías. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00 Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00 Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Starfsmenn Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, funduðu í lok ágúst með sveitarstjóra Langanesbyggðar, starfsmönnum verkfræðistofunnar EFLU og fulltrúum innanríkisráðuneytisins, og fengu kynningu á áformum um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Alls var um þrjá fundi eða kynningar að ræða og voru það starfsmenn frá skrifstofu kínverska skipafélagsins í Finnlandi sem óskuðu eftir kynningu á Finnafjarðarverkefninu.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar„Þeir höfðu séð úti í Kína kynningu á verkefninu og áttu leið hingað til lands og óskuðu eftir fundi. Það eru engir aðrir fundir fyrirhugaðir og maður veit svo sem ekkert hvort það verður eitthvað. Hugmyndin í Finnafirði er góð en er enn einungis hugmynd,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Fundirnir voru haldnir dagana 24. til 26. ágúst og þá bæði í innanríkisráðuneytinu og hjá Íslandsstofu. Þeir voru skipulagðir af EFLU verkfræðistofu og segir í fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar að þeir hafi verið áhugaverðir og gengið vel. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hafnarinnar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, EFLU og þýska fyrirtækisins Bremenport. Samstarfssamningur um verkefnið hafði þá verið undirritaður tveimur árum áður. Hugmyndin er sú að Bremenport leiði fjármögnun framkvæmda og öflun verkefna fyrir væntanlega höfn og að framkvæmdir hefjist eftir þrjú til fimm ár. „Það er búið að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Síðan var skrifað undir viljayfirlýsinguna árið 2016 og verkefnið er í raun statt þar ennþá. Svo er verið að kynna þetta á ráðstefnum um allan heim en sveitarfélagið á enga aðkomu að því,“ segir Elías.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00 Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00 Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00
Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00
Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00