Körfubolti

Haukur Helgi: Sýndi að við eigum skilið að vera hérna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson sagði sárt að sjá eftir sigrinum á móti Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta í kvöld.

„Þetta var grátlega nálægt því. En þeir eiga hrós skilið. Þeir voru góðir að klára,“ sagði Haukur Helgi í samtali við Arnar Björnsson.

Ísland var sjö stigum yfir þegar sex og hálf mínúta var eftir af leiknum.

„Það er mjög lítið í körfuboltaleik. Þeir gerðu vel í að setja stóru skotin á meðan við gerðum það ekki,“ sagði Haukur Helgi sem telur að leikurinn í kvöld hafi verið besti leikur Íslands á EM.

„Já, ég myndi segja það. Alveg klárlega. Þeir eru á blússandi siglingu að hafa spilað frábærlega. Ég geng mjög stoltur frá þessu verkefni. Þetta sýndi að við eigum skilið að vera hérna,“ sagði Haukur Helgi að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Hörður Axel: Stoltur af okkur

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag.

Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt

Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×