Erlent

Lestarstöð í London rýmd eftir að rafretta sprakk

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá lestarstöðinni í Euston.
Frá lestarstöðinni í Euston. Vísir/EPA
Lögreglan í London eýmdi lestarstöðina í Euston í London í dag eftir að sprenging varð þar. Lögreglan telur að rafretta hafi sprungið í bakpoka. Tugir vopnaðra lögregluþjóna streymdu inn í stöðina þegar sprengingin varð.

Viðbúnaður yfirvalda í Bretlandi er á háu stigi eftir árásir í London og í Manchester sem 36 manns dóu í.

Sömuleiðis var flugvöllur í Liverpool rýmdur á meðan sprengjusérfræðingar rannsökuðu grunsamlega tösku. Þar komst allt þó á rétt ról aftur tiltölulega fljótt samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar.



Lögreglan segir að engin hafi slasast í sprengingunni sem mun hafa verið smá. Lestarstöðin var opnuð fljótt aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×