Viðskipti innlent

Forstjórinn og fjármálastjórinn keyptu fyrir 18 milljónir 

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Björgólfur Jóhanns­son, forstjóri Icelandair Group
Björgólfur Jóhanns­son, forstjóri Icelandair Group

Forstjóri og fjármálastjóri Icelandair Group keyptu í gær hlutabréf í félaginu fyrir tæpar átján milljónir króna. Forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, keypti 500 þúsund hluti á genginu 14,33 krónur á hlut og nam kaupverðið þannig 7,2 milljónum króna, og Bogi Nils Bogason fjármálastjóri keypti 750 þúsund hluti á genginu 14,1. Nam kaupverðið því 10,6 milljónum króna.

Hlutabréf í Icelandair ruku upp um 6,7 prósent í verði, í 1,2 milljarða króna í viðskiptum í gær, en mesta hækkunin kom til eftir að tilkynnt var um umrædd kaup Björgólfs og Boga.
Eftir kaupin á forstjórinn 1,9 milljón hluti í Icelandair Group að virði 27,4 milljónir króna og fjármálastjórinn 1,75 milljón hluti að virði 25,2 milljónir króna, miðað við gengi bréfanna í gær.

Hlutabréf í Icelandair Group hafa lækkað um 35 prósent í verði síðan félagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar fyrr á árinu. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að EBITDA-hagnaður Iceland­air – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og dragast saman um 30 prósent í ár. Hefur afkomuspáin nú verið hækkuð í 150 til 160 milljónir dala. – kij


Tengdar fréttir

Hlutabréf Icelandair lækkað um 40%

Bréfin féllu um 3,3 prósent í verði í rúmlega 560 milljóna króna viðskiptum í gær, en alls hefur gengi bréfanna fallið um tæp sextán prósent síðustu sjö daga.

Icelandair enn í vanda statt

Hlutabréf í Icelandair Group féllu um 7,7 prósent í verði eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Þrátt fyrir tekjuvöxt á milli ára eru enn blikur á lofti. Búast má við aukinni samkeppni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
0,13
8
145.800
HAGA
0
1
22.100

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-3,42
12
58.006
ICEAIR
-1,9
20
128.721
EIK
-1,62
5
64.215
SKEL
-1,47
6
45.615
REGINN
-1,46
3
22.355