Erlent

Framvísaði milljón dollara seðli

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Dennis Strickland segist eiga fleiri slíka seðla.
Dennis Strickland segist eiga fleiri slíka seðla.
33 ára bandarískur karlmaður er í haldi lögreglu eftir að hann reyndi að leggja einnar milljónar dollaraseðil inn á bankareikning sinn. Seðillinn varð honum þó ekki að falli heldur amfetamínpoki.

Maðurinn, Dennis Strickland, kom inn í banka í Sioux-borg í Iowa-ríki og sýndi gjaldkera seðilinn. Sá grunaði viðskiptavininn um eitthvað misjafnt enda 100 dollara seðillinn sá stærsti sem er í umferð. Milljón dollarar eru andvirði rúmlega 100 milljóna íslenskra króna.

Gjaldkerinn spurði hvort maðurinn ætti fleiri slíka seðla og játti hann því. Þegar hann seildist eftir þeim datt poki með amfetamíni úr vasa hans. Í kjölfarið var hann handtekinn. Maðurinn kemur fyrir dóm í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×