Erlent

Hvetur Keníumenn til að leggja niður störf

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkuð hefur verið um óeirðir í landinu eftir að niðurstöður kosnignanna lágu fyrir.
Nokkuð hefur verið um óeirðir í landinu eftir að niðurstöður kosnignanna lágu fyrir. Vísir/AFP
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía hefur hvatt fólk í landinu til að leggja niður störf í dag til að mótmæla niðurstöðu forsetakosninga í landinu sem fram fór í síðustu viku.

Leiðtoginn, Raila Odinga, telur að brögð hafi veriðí tafli við framkvæmd kosninganna en mótherji hans og sitjandi forseti, Uhuru Kenyatta, hafði betur í kosningunum.

Nokkuð hefur verið um óeirðir í landinu eftir að niðurstöður kosnignanna lágu fyrir en fréttaveita AFP greinir fráþví að minnst sextán hafi látist íóöldinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×