Erlent

Varaforsætisráðherra Ástralíu í klandri

Atli Ísleifsson skrifar
Barnaby Joyce er varaforsætisráðherra Ástralíu.
Barnaby Joyce er varaforsætisráðherra Ástralíu. Vísir/AFP
Varaforsætisráðherra Ástralíu, Barnaby Joyce, er nú í klandri sökum þess að upp hefur komist að hann er einnig ríkisborgari í Nýja-Sjálandi. BBC greinir frá þessu.

Stjórnarskrá Ástralíu heimilar ekki erlendum ríkisborgurum að bjóða sig fram í opinbert embætti.

Tveir öldungardeildarþingmenn á Ástralíuþingi hafa þegar þurft að segja af sér eftir að upp hefur komist að þau voru nýsjálenskir ríkisborgarar í gegnum erfðir.

Varaforsætisráðherrann segist ætla að láta reyna á stjórnarskrárákvæðið fyrir hæstarétti Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×