Erlent

Enn ein skotárásin í Kaupmannahöfn

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega tuttugu skotárásir hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn í sumar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Rúmlega tuttugu skotárásir hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn í sumar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Lögregla í Kaupmannahöfn hefur nú verið kölluð út vegna skotárása í borginni á hverju kvöldi í næstum heila viku.

Enn eitt útkallið kom í gærkvöldi þegar tilkynnt var um að karlmaður hafi verið skotinn á Nørrebro, hverfi þar sem talsvert hefur verið um skotárásir að undanförnu.

Ástand mannsins, sem er 39 ára, er sagt vera stöðugt. Að sögn lögreglu ku maðurinn ekki hafa nein bein tengsl við glæpasamtök.

Á laugardagskvöldið var lögregla kölluð út vegna tveggja manna sem höfðu verið skotnir í höfuðborginni. Segir lögregla að svo virðist sem að tilviljun ein hafi ráðið því að mennirnir hafi verið skotnir.

26 skotárásir hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn í sumar og eru þær flestar sagðar tengjast deilum glæpasamtaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×