Erlent

Bjallan í Big Ben þögul næstu fjögur árin

Atli Ísleifsson skrifar
Big Ben er að finna í hinum 96 metra háa Elísabetarturni.
Big Ben er að finna í hinum 96 metra háa Elísabetarturni. Vísir/getty
Ekkert mun heyrast í bjöllunni Big Ben í klukkuturni breska þinghússins í London næstu fjögur árin vegna vinnu við endurbætur sem hefjast eftir viku.

Frá þessu segir í tilkynningu frá breska þinginu. Bjöllunni hefur verið hringt á heila tímanum mestan part síðustu 157 ára.

Bjallan er 13,7 tonn að þyngd og segir að henni verði þó áfram hringt við mikilvæg tilefni, svo sem þegar nýtt ár gengur í garð.

Bjöllunni verður hringt í síðasta sinn í bili á hádegi mánudaginn 21. ágúst.

Big Ben er að finna í hinum 96 metra háa Elísabetarturni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×