Golf

Fimm mismunandi lyf fundust í blóði Tigers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tiger Woods hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin misseri.
Tiger Woods hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin misseri. vísir/getty
Fimm mismunandi lyf fundust í blóði Tigers Woods þegar hann var handtekinn í lok maí, grunaður um ölvunarakstur.

Samkvæmt eiturefnaskýrslu fannst m.a. blanda af sterkum verkjalyfjum, svefnlyfjum og kvíðastillandi lyfjum í sýni Tigers.

Kylfingurinn sagðist í síðustu viku vera saklaus af ásökunum um að hafa ekið undir áhrifum. Eftir nýjustu vendingar í málinu er búist við því að hann fái 12 mánaða skilorðsbundinn dóm.

Hinn 41 árs gamli Woods var handtekinn nálægt heimili sínu í Flórída 29. maí eftir að lögreglan fann hann sofandi í bíl sínum úti í vegkanti. Kylfingurinn þvertók fyrir að hafa verið að drekka og sagði að þetta væru óvænt viðbrögð við lyfseðilsskyldum lyfjum.

Woods leitaði sér hjálpar eftir handtökuna og fór í meðferð. Hann hefur ekkert spilað síðan í febrúar og er núna að jafna sig eftir fjórðu aðgerðina á baki.


Tengdar fréttir

Tiger fær aðstoð við lyfin

Tiger Woods greindi frá því í gær að hann hefði leitað á náðir sérfræðinga til að aðstoða sig með lyfjaskammtana sína.

Benzinn hans Tigers var stórskemmdur

Tiger Woods var handtekinn í Flórída á dögunum og það þarf ekki að koma á óvart að lögreglumenn hafi talið að hann væri ölvaður.

Tiger fór í enn eina aðgerðina

Tiger Woods verður frá næsta hálfa árið hið minnsta eftir að hafa lagst undir hnífinn enn og aftur í gær.

Tiger gripinn ölvaður undir stýri

Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×