Erlent

Taka til í pólitíkinni í Frakklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Vísir/AFP
Franska þingið hefur samþykkt með miklum meirihluta að stöðva fjárútlát til þingmanna, sem þeir geta svo deilt út með miklu frelsi. Nokkur hneykslismál hafa komið upp í Frakklandi að undanförnu þar sem þingmenn höfðu farið frjálslega með opinbert fé og jafnvel ráðið fjölskyldumeðlimi sína í tilbúin störf sem þeir þurftu ekki að sinna.

Í síðustu viku samþykkti þingið að banna þingmönnum og ráðherrum að ráða fjölskyldumeðlimi sína.

Að taka á þessu var eitt af helstu kosningaloforðum Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Það er liður í áætlun hans að byggja upp traust almennings á stjórnmálamönnum, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun segjast einungis 36 prósent Frakka vera ánægðir með störf forsetans, sem hefur einungis verið tæpa þrjá mánuði í starfi sínu. Hann hefur verið gagnrýndur ýmislegt og þar á meðal að hafa ætlað að stofna sérstakt embætti forsetafrúar, sem ekki hefur verið til staðar í Frakklandi.

Þá hefur hann deilt opinberlega við yfirmann herafla Frakklands um niðurskurð til hernaðarmála.

Þá er útlit fyrir frekari vandræði fyrir Macron í næsta mánuði. Verkalýðsleiðtogar hafa kallað eftir umfangsmiklum verkföllum vegna fyrirhugaðra breytinga forsetans á lögum varðandi vinnandi fólk.


Tengdar fréttir

Dregur úr vinsældum Macron

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ifop voru 54 prósent Frakka ánægðir með störf forsetans í júlí, samanborið við 64 prósent í júní.

Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook

Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor.

Frakkar hafna opinberu embætti forsetafrúar

Frakklandsforseti bakkar með umdeild áform um opinbert hlutverk forsetafrúar. Meginþorri Frakka andvígur því að gera hlutverk forsetafrúar formlegt. Forsetinn sakaður um hræsni vegna áformanna og mælist óvinsælli en Bandaríkjaforseti.

Mótmæla ákvörðun Macron að veita konu sinni starfstitil

Umræðan kemur í kjölfar þess að franska þingið, undir stjórn flokks Macrons En Marche, hefur komið fram með löggjöf sem bannar þingmönnum að nýta stöðu sína og veita skyldmennum sínum launuð störf á vegum ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×