Viðskipti erlent

Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm

Kjartan Kjartansson skrifar
Martin Shkreli hefur verið þekktur sem hataðasti maður internetsins.
Martin Shkreli hefur verið þekktur sem hataðasti maður internetsins. Vísir/AFP

Kviðdómendur í fjársvikamálinu gegn Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, ráða nú ráðum sínum um sekt eða sakleysi hans.

Shkreli varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðsluréttinn á lyfinu Daraprim og hækkaði verðið á því um rúmlega fimm þúsund prósent árið 2015. Lyfið hefur verið gefið alnæmissjúklingum.

Málið gegn Shkreli nú er því ótengt en hann er sakaður um að reynt að fela fyrir fjárfestum milljóna dollara tap sem hann bar ábyrgð á sem forsvarsmaður tveggja vogunarsjóða um fimm ára skeið.

Sumir fjárfestarnir högnuðust þrátt fyrir lygarnar
Saksóknarar segja Shkreli hafa logið að fjárfestum sínum um árangur vogunarsjóðanna. Hann hafi gefið út falsaðar afkomuskýrslur og átti við tímasetningar skjala til að fela tapið, að því er segir í frétt Washington Post.

Hann er sagður hafa greitt fjárfestunum til baka með verðlausum hlutabréfum í ótengdu sprotafyrirtæki í lyfjaiðnaði sem hann stjórnaði einnig. Fyrirtækið dafnaði þó síðar.

Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar högnuðust sumir fjárfestarnir þannig myndarlega þrátt fyrir blekkingarnar. Málsvörn Shkreli byggist meðal annars á því að fjárfestarnir hafi ekki orðið fyrir tapi. Saksóknararnir segja það málinu óviðkomandi.

Hámarksfangelsisrefsing vegna brotanna sem Shkreli er ákærður fyrir er tuttugu ár. Hann fengi þó líklega mun vægari fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,14
3
21.345
REGINN
1
3
60.650
HEIMA
0,86
4
52.329
MARL
0,84
15
458.644
N1
0,47
4
63.914

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,97
1
506
HAGA
-0,78
3
31.514
REITIR
-0,69
2
19.910
ARION
-0,6
12
14.787
VIS
-0,43
1
1.975