Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs. Það skortir jafnræði við úthlutun úr Kvikmyndasjóði til framleiðenda, segir eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda á Íslandi. Hann segir að 60 milljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 á dögunum hafi komið sér verulega á óvart. Ekki var búið að skrifa handrit að nema fjórum þáttum af tíu þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Þrátt fyrir það stendur í 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð að vilyrði um framleiðslustyrk megi veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða.Vísir/EPA„Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Hann bætir við að Pegasus hafi verið með umsókn á sama tíma vegna framhalds á þáttaröðinni Hrauninu. Fyrirtækið hafi lagt handrit að öllum þáttunum inn en fengið athugasemd við þau og ekki fengið styrk. „Það hefði kannski verið heppilegra að skila inn einu og hálfu handriti og segja svo gróflega frá því hvað við ætluðum að gera með restina. Þá hefði kannski verið minni ástæða til að gera athugasemd við það. En mér datt bara ekki í hug að það væri heimilt að skila svona fáum handritum inn,“ segir hann.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs og hugsanlega yrði kannað hvort brotið hefði verið gegn reglum stjórnsýsluréttar þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, svaraði því til að hún teldi ekki að reglur hefðu verið brotnar en vonsviknir aðilar hefðu komið ábendingunum áleiðis. „Ég var hissa á svörum Laufeyjar Guðjónsdóttur út af þessu. Vegna þess að þar segir hún mjög ósmekklega að þeir sem fái ekki styrki séu bara spældir,“ segir Snorri. Það sé alls ekki svo en menn vilji að allir sitji við sama borð og að jafnræðisregla gildi. Þá segir hann engum hollt að sitja í sömu stöðunni eins og Laufey er búin að gera í fimmtán ár. „Þjóðleikhússtjóri er í átta ár að hámarki og það ætti að gilda eitthvað svipað um þetta,“ segir Snorri. Hann bætir því þó við að hann hafi skoðað úthlutanir þrjú til fjögur ár aftur í tímann og honum sýnist að Baltasar Kormákur hafi á þeim tíma fengið tæpar 500 milljónir króna, Sagafilm um 300 milljónir en Pegasus um 92 milljónir. „Þannig að auðvitað ætti ég að vera spældur,“ segir hann. Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Það skortir jafnræði við úthlutun úr Kvikmyndasjóði til framleiðenda, segir eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda á Íslandi. Hann segir að 60 milljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 á dögunum hafi komið sér verulega á óvart. Ekki var búið að skrifa handrit að nema fjórum þáttum af tíu þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Þrátt fyrir það stendur í 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð að vilyrði um framleiðslustyrk megi veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða.Vísir/EPA„Reglan hefur verið sú að það hefur þurft að skila inn handritum. Þarna er skilað inn 40 prósentum af því sem átti að skila inn,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Hann bætir við að Pegasus hafi verið með umsókn á sama tíma vegna framhalds á þáttaröðinni Hrauninu. Fyrirtækið hafi lagt handrit að öllum þáttunum inn en fengið athugasemd við þau og ekki fengið styrk. „Það hefði kannski verið heppilegra að skila inn einu og hálfu handriti og segja svo gróflega frá því hvað við ætluðum að gera með restina. Þá hefði kannski verið minni ástæða til að gera athugasemd við það. En mér datt bara ekki í hug að það væri heimilt að skila svona fáum handritum inn,“ segir hann.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að aðrir framleiðendur skoðuðu réttarstöðu sína vegna ákvörðunar Kvikmyndasjóðs og hugsanlega yrði kannað hvort brotið hefði verið gegn reglum stjórnsýsluréttar þegar ákvörðun um úthlutunina var tekin. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, svaraði því til að hún teldi ekki að reglur hefðu verið brotnar en vonsviknir aðilar hefðu komið ábendingunum áleiðis. „Ég var hissa á svörum Laufeyjar Guðjónsdóttur út af þessu. Vegna þess að þar segir hún mjög ósmekklega að þeir sem fái ekki styrki séu bara spældir,“ segir Snorri. Það sé alls ekki svo en menn vilji að allir sitji við sama borð og að jafnræðisregla gildi. Þá segir hann engum hollt að sitja í sömu stöðunni eins og Laufey er búin að gera í fimmtán ár. „Þjóðleikhússtjóri er í átta ár að hámarki og það ætti að gilda eitthvað svipað um þetta,“ segir Snorri. Hann bætir því þó við að hann hafi skoðað úthlutanir þrjú til fjögur ár aftur í tímann og honum sýnist að Baltasar Kormákur hafi á þeim tíma fengið tæpar 500 milljónir króna, Sagafilm um 300 milljónir en Pegasus um 92 milljónir. „Þannig að auðvitað ætti ég að vera spældur,“ segir hann.
Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Framleiðendur skoða lagalega stöðu sína gagnvart ákvörðun Kvikmyndasjóðs um vilyrði fyrir sextíu milljón króna styrk til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð 2. 6. júlí 2017 06:00