Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Magnús Guðmundsson skrifa 6. júlí 2017 06:00 Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Vísir/EPA Ófærð 2 hlaut vilyrði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðrir framleiðendur en þeir sem koma að Ófærð 2 nú að skoða lagalega stöðu sína vegna ákvörðunar sjóðsins sem ber að gæta jafnræðisreglu. Þá verði kannað hvort Kvikmyndasjóður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum og meginreglum stjórnsýsluréttar. Úthlutunin kunni því að vera ógildanleg. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að í þessu tilviki hafi verið hægt að meta verkefnið sem hæfast þótt handrit væri ekki fullklárað og telur reglur ekki hafa verið brotnar. „Ég held ekki að reglur hafi verið brotnar. Við erum alltaf að meta verkefni sem er talið hæfast hverju sinni. Það eru vonsviknir aðilar sem fengu ekki styrki í ár sem hafa væntanlega komið að þessum ábendingum. Þetta er í rauninni mjög stór sería og sextíu milljónir eru hlutfallslega lágur styrkur. Við fengum þannig gögn að við töldum að það væri hægt að styrkja þetta,“ segir Laufey um úthlutunina.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar ÍslandsÍ 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð stendur: „Vilyrði um framleiðslustyrk má veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.“ Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Stuttu síðar, eða þann 6. júní, tilkynnti Kvikmyndasjóður um úthlutanir þar sem Ófærð 2 hlýtur 60 milljóna króna styrk. „Já, það stendur í reglugerðinni að það þurfi að liggja fyrir fullbúið handrit. En í öllum tilvikum er handritið unnið áfram fram á síðasta tökudag. En allir dramatískir punktar lágu fyrir. Við töldum að við værum með nægileg gögn í höndum,“ segir Laufey. „Ég held að reglur hafi ekki verið brotnar. Þeir framleiðendur sem kvarta undan þessu, ég veit ekki hvað þeir hafa séð mikið af efninu. Þetta er alltaf spurning um hæfasta verkefnið hverju sinni,“ segir Laufey sem samkvæmt Reglugerð um Kvikmyndasjóð er ábyrg fyrir því að að öll skilyrði fyrir úthlutun séu uppfyllt, auk þess að taka endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði að fenginni ráðgjöf kvikmyndaráðgjafa sem eru ráðnir af forstöðumanni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ófærð 2 hlaut vilyrði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðrir framleiðendur en þeir sem koma að Ófærð 2 nú að skoða lagalega stöðu sína vegna ákvörðunar sjóðsins sem ber að gæta jafnræðisreglu. Þá verði kannað hvort Kvikmyndasjóður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum og meginreglum stjórnsýsluréttar. Úthlutunin kunni því að vera ógildanleg. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að í þessu tilviki hafi verið hægt að meta verkefnið sem hæfast þótt handrit væri ekki fullklárað og telur reglur ekki hafa verið brotnar. „Ég held ekki að reglur hafi verið brotnar. Við erum alltaf að meta verkefni sem er talið hæfast hverju sinni. Það eru vonsviknir aðilar sem fengu ekki styrki í ár sem hafa væntanlega komið að þessum ábendingum. Þetta er í rauninni mjög stór sería og sextíu milljónir eru hlutfallslega lágur styrkur. Við fengum þannig gögn að við töldum að það væri hægt að styrkja þetta,“ segir Laufey um úthlutunina.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar ÍslandsÍ 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð stendur: „Vilyrði um framleiðslustyrk má veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.“ Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Stuttu síðar, eða þann 6. júní, tilkynnti Kvikmyndasjóður um úthlutanir þar sem Ófærð 2 hlýtur 60 milljóna króna styrk. „Já, það stendur í reglugerðinni að það þurfi að liggja fyrir fullbúið handrit. En í öllum tilvikum er handritið unnið áfram fram á síðasta tökudag. En allir dramatískir punktar lágu fyrir. Við töldum að við værum með nægileg gögn í höndum,“ segir Laufey. „Ég held að reglur hafi ekki verið brotnar. Þeir framleiðendur sem kvarta undan þessu, ég veit ekki hvað þeir hafa séð mikið af efninu. Þetta er alltaf spurning um hæfasta verkefnið hverju sinni,“ segir Laufey sem samkvæmt Reglugerð um Kvikmyndasjóð er ábyrg fyrir því að að öll skilyrði fyrir úthlutun séu uppfyllt, auk þess að taka endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði að fenginni ráðgjöf kvikmyndaráðgjafa sem eru ráðnir af forstöðumanni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira