Enski boltinn

Lukaku orðinn leikmaður Man Utd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lukaku á æfingu með United í Bandaríkjunum í dag.
Lukaku á æfingu með United í Bandaríkjunum í dag. vísir/getty
Manchester United hefur staðfest kaupin á belgíska framherjanum Romelu Lukaku.

Lukaku skrifaði undir fimm ára samning við United en talið er að félagið hafi borgað 75 milljónir punda fyrir Belgann.

„Romelu passar fullkomlega fyrir Manchester United. Hann er stór persónuleiki og stór leikmaður. Það er bara eðlilegt að hann vilji þroskast hjá stærsta félaginu. Hann er frábær viðbót við hópinn og ég hlakka mikið til að vinna aftur með honum,“ sagði José Mourinho, knattspyrnustjóri United, sem seldi Lukaku til Everton haustið 2014 þegar hann var stjóri Chelsea.

Lukaku, sem er 24 ára, lék með Everton í fjögur tímabil og skoraði 71 mark í 133 leikjum fyrir félagið.

Á síðasta tímabili skoraði Lukaku 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins Harry Kane skoraði fleiri mörk en Belginn.


Tengdar fréttir

Lukaku handtekinn í Los Angeles

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku var handtekinn í síðustu viku eftir að lögreglan mætti á svæðið í íbúðina sem Lukaku leigir á meðan hann er í sumarfríi í Los Angeles í Bandaríkjunum.

United fullkomið tækifæri segir Lukaku

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku, sem mun líklega ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Manchester United á næstu dögum, segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um að vilja ganga frá samningum við félagið.

Pogba byrjaður að æfa með Lukaku

Í gær var greint frá því að Romelu Lukaku væri á leið frá Everton til Man. Utd en beðið er nú eftir því að félögin staðfesti þessi vistaskipti.

Manchester United staðfestir komu Lukaku

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United gaf frá sér yfirlýsingu í morgun um að belgíski framherjinn Romelu Lukaku væri á leið til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×