Strákarnir rústuðu Svíum og eru komnir í 8-liða úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 13:15 Kári Jónsson sneri aftur eftir meiðsli og var stigahæstur í íslenska liðinu. vísir/ernir Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í 8-liða úrslit á EM eftir stórsigur á Svíum, 39-73, í dag. Ísland er ekki bara komið í 8-liða úrslit heldur er það öruggt með áframhaldandi sæti í A-deild Evrópumótsins. Í upphafi leiks benti ekkert til þess að Íslendingar myndu vinna 34 stiga sigur. Svíar byrjuðu af miklum krafti og um miðjan 1. leikhluta var staðan 14-2, sænsku strákunum í vil. Það reyndist lognið á undan storminum. Íslenska vörnin skellti hreinlega í lás og á síðustu 35 leiksins fékk Ísland aðeins 25 stig á sig. Íslensku strákarnir náðu forystunni undir 1. leikhluta og litu ekki til baka eftir það. Þeir hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Svía. Staðan í hálfleik var 21-40, Íslandi í vil, og í seinni hálfleik breikkaði bilið. Á endanum munaði 34 stigum á liðunum, 39-73. Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Ísland á mótinu. Bárðdælingurinn skoraði 13 stig, tók 12 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla sneri Kári Jónsson aftur í íslenska liðið og skoraði 15 stig. Breki Gylfason kom öflugur af bekknum og skilaði 10 stigum, sex fráköstum og fjórum stoðsendingum. Kristinn Pálsson skoraði einnig 10 stig. Það kemur í ljós síðar í dag hvort Ísland mætir Ísrael eða Ítalíu í 8-liða úrslitunum á morgun.Leikinn má sjá hér að neðan og tölfræði leiksins má nálgast með því að smella hér. Körfubolti Tengdar fréttir Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57 Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00 Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15 Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í 8-liða úrslit á EM eftir stórsigur á Svíum, 39-73, í dag. Ísland er ekki bara komið í 8-liða úrslit heldur er það öruggt með áframhaldandi sæti í A-deild Evrópumótsins. Í upphafi leiks benti ekkert til þess að Íslendingar myndu vinna 34 stiga sigur. Svíar byrjuðu af miklum krafti og um miðjan 1. leikhluta var staðan 14-2, sænsku strákunum í vil. Það reyndist lognið á undan storminum. Íslenska vörnin skellti hreinlega í lás og á síðustu 35 leiksins fékk Ísland aðeins 25 stig á sig. Íslensku strákarnir náðu forystunni undir 1. leikhluta og litu ekki til baka eftir það. Þeir hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Svía. Staðan í hálfleik var 21-40, Íslandi í vil, og í seinni hálfleik breikkaði bilið. Á endanum munaði 34 stigum á liðunum, 39-73. Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Ísland á mótinu. Bárðdælingurinn skoraði 13 stig, tók 12 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla sneri Kári Jónsson aftur í íslenska liðið og skoraði 15 stig. Breki Gylfason kom öflugur af bekknum og skilaði 10 stigum, sex fráköstum og fjórum stoðsendingum. Kristinn Pálsson skoraði einnig 10 stig. Það kemur í ljós síðar í dag hvort Ísland mætir Ísrael eða Ítalíu í 8-liða úrslitunum á morgun.Leikinn má sjá hér að neðan og tölfræði leiksins má nálgast með því að smella hér.
Körfubolti Tengdar fréttir Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57 Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00 Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15 Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57
Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00
Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15
Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30