Strákarnir rústuðu Svíum og eru komnir í 8-liða úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 13:15 Kári Jónsson sneri aftur eftir meiðsli og var stigahæstur í íslenska liðinu. vísir/ernir Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í 8-liða úrslit á EM eftir stórsigur á Svíum, 39-73, í dag. Ísland er ekki bara komið í 8-liða úrslit heldur er það öruggt með áframhaldandi sæti í A-deild Evrópumótsins. Í upphafi leiks benti ekkert til þess að Íslendingar myndu vinna 34 stiga sigur. Svíar byrjuðu af miklum krafti og um miðjan 1. leikhluta var staðan 14-2, sænsku strákunum í vil. Það reyndist lognið á undan storminum. Íslenska vörnin skellti hreinlega í lás og á síðustu 35 leiksins fékk Ísland aðeins 25 stig á sig. Íslensku strákarnir náðu forystunni undir 1. leikhluta og litu ekki til baka eftir það. Þeir hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Svía. Staðan í hálfleik var 21-40, Íslandi í vil, og í seinni hálfleik breikkaði bilið. Á endanum munaði 34 stigum á liðunum, 39-73. Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Ísland á mótinu. Bárðdælingurinn skoraði 13 stig, tók 12 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla sneri Kári Jónsson aftur í íslenska liðið og skoraði 15 stig. Breki Gylfason kom öflugur af bekknum og skilaði 10 stigum, sex fráköstum og fjórum stoðsendingum. Kristinn Pálsson skoraði einnig 10 stig. Það kemur í ljós síðar í dag hvort Ísland mætir Ísrael eða Ítalíu í 8-liða úrslitunum á morgun.Leikinn má sjá hér að neðan og tölfræði leiksins má nálgast með því að smella hér. Körfubolti Tengdar fréttir Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57 Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00 Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15 Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í 8-liða úrslit á EM eftir stórsigur á Svíum, 39-73, í dag. Ísland er ekki bara komið í 8-liða úrslit heldur er það öruggt með áframhaldandi sæti í A-deild Evrópumótsins. Í upphafi leiks benti ekkert til þess að Íslendingar myndu vinna 34 stiga sigur. Svíar byrjuðu af miklum krafti og um miðjan 1. leikhluta var staðan 14-2, sænsku strákunum í vil. Það reyndist lognið á undan storminum. Íslenska vörnin skellti hreinlega í lás og á síðustu 35 leiksins fékk Ísland aðeins 25 stig á sig. Íslensku strákarnir náðu forystunni undir 1. leikhluta og litu ekki til baka eftir það. Þeir hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Svía. Staðan í hálfleik var 21-40, Íslandi í vil, og í seinni hálfleik breikkaði bilið. Á endanum munaði 34 stigum á liðunum, 39-73. Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Ísland á mótinu. Bárðdælingurinn skoraði 13 stig, tók 12 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla sneri Kári Jónsson aftur í íslenska liðið og skoraði 15 stig. Breki Gylfason kom öflugur af bekknum og skilaði 10 stigum, sex fráköstum og fjórum stoðsendingum. Kristinn Pálsson skoraði einnig 10 stig. Það kemur í ljós síðar í dag hvort Ísland mætir Ísrael eða Ítalíu í 8-liða úrslitunum á morgun.Leikinn má sjá hér að neðan og tölfræði leiksins má nálgast með því að smella hér.
Körfubolti Tengdar fréttir Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57 Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00 Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15 Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57
Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00
Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15
Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30